Stök frétt

Þann 12. maí s.l. var haldinn fundur í dýraverndarráði, en ráðið starfar skv. 17. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Á fundinum var m.a. fjallað um ný dýravelferðarlög og beit nautgripa, athugasemdir dýraverndarráðs við nýja reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína, offjölgun katta og stöðu á endurskoðun reglugerða. Fundargerðin er nú komin á vefinn og má finna hana hér.