Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði loftslagsmála og losunar gróðurhúsalofttegunda.

Megin ábyrgðarsvið sérfræðingsins er að hafa umsjón með söfnun, skráningu og úrvinnslu á gögnum er varða losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og umsjón með skilum á gögnum og skýrslum til alþjóðastofnana um bókhald varðandi losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.
 
Eftirfarandi atriði eru forsenda ráðningar

  • Meistarapróf í umhverfisfræðum, raungreinum eða sambærilega menntun auk starfsreynslu
  • Þekking á umhverfismálum og loftslagsmálum
  • Góð þekking á gagnagrunnum og/eða töflureiknum þar sem vinnan snýst um stór og mikil gagna- og talnasöfn
  • Góð enskukunnátta

Að öðru leyti verða eftirfarandi þættir um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni

  • Skipulagshæfileikar og markviss vinnubrögð
  • Hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifuðu og töluðu máli
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu
  • Kunnátta í íslensku og þekking á Norðurlandamáli

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Kristján Geirsson deildarstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða starfsmannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.

Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 18. september 2011.