Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur námskeið í notkun Leiðbeininga um mæliaðferðir við hljóðmælingar vegna eftirlits mánudaginn 4. apríl 2011 kl.13 -17.  Námskeiðið verður haldið að Suðurlandsbraut 24, í Reykjavík og er öllum opið. Námskeiðsgjald er 5.000 kr á hvern þátttakanda. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Verkís og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur. Fyrirlesari er Dr. Steindór Guðmundsson hjá Verkís. Námskeiðið er hugsað með þarfir heilbrigðiseftirlitsins í eftirliti með hávaða í huga. Þeir sem hafa áhuga skrái sig á netfangið ust@ust.is.