Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Laugardaginn 30. apríl býður W23-hópurinn ásamt Háskólalestinni til Vísindaveislu á Hótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst með fuglaskoðun í Stykkishólmi kl. 10:30, en hist verður við ráðhúsið. Dagskránni er síðan haldið áfram á Hótel Stykkishólmi frá kl. 12-16. Margt áhugavert verður á boðstólum, þar á meðal sprengjugengi, eldorgel, stjörnutjald og háfur krufinn. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Dagskrá

 • Fuglaskoðun kl. 10.30. Hist við ráðhúsið, Hafnargötu 3 
 • Sprengjugengi kl. 12.20 og 14.40 
 • Kynning á náttúrurannsóknum á Snæfellsnesi 
 • Eldorgel 
 • Stjörnutjald 
 • Sýnitilraunir 
 • Leikir, þrautir, mælingar 
 • Vísindavefurinn 
 • Undur jarðar, hafs og himins 
 • Japönsk menning 
 • Krabbar, fiskar, fuglar og spendýr 
 • Kafbáturinn Gavia 
 • Háfur krufinn af Hafró Ólafsvík kl. 15.00 
 • Getraun með veglegum vinningum 
 • Kaffi og kleinur 

Fræðsluerindi

 • 13.00 Er minkurinn grimmari en önnur dýr? / Rannveig Magnúsdóttir 
 • 13.20 Bernskubrek æðarblika / Jón Einar Jónsson 
 • 14.00 Ferðalag um himingeiminn / Sævar Helgi Bragason 
 • 14.20 Lífið á botni sjávar / Jörundur Svavarsson

W23 er heiti samstarfs náttúrutengdra stofnana á Snæfellsnesi. Stofnanirnar eru Náttúrustofa Vesturlands, Háskólasetur Snæfellsness, Vör Sjávarrannsóknarsetur, útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Ólafsvík og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Háskólalestin heimsækir Stykkishólm í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands.