Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Loftgæðamælingar á Grensásvegi sýndi háan topp í svifryki um klukkan átta í morgun. Þessi toppur mældist í kringum 700 µg/m3 en heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3 á sólarhring. Þegar þessar mælingar voru bornar saman við mælingar frá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og Digranesheiði í Kópavogi þá kom í ljós að svifryksgildi frá þeim stöðvum voru ekki eins há og á Grensásvegi. Líklegt þykir að hátt gildi svifryksmengunar á Grensásvegi hafi verið vegna uppþyrlunnar af völdum bílaumferðar í kringum klukkan 8 í morgun. Toppurinn er því líklega svæðisbundinn og má búast við hærri gildum svifryks nálægt umferðaræðum á umferðartímum heldur en á öðrum tímum.

Inni á vef Umhverfisstofnunar má finna leiðbeiningar um hvað á að gera og hvað á ekki að gera í öskufoki/öskufalli ásamt myndskeiði um loftgæði. Þessar leiðbeiningar eiga einkum við þegar klukkustundarmeðaltal svifryks er farið yfir 400 g/m3 en viðkvæmir einstaklingar geta fundið fyrir auknum einkennum jafnvel þegar klukkustundargildi svifryks er undir 100 µg/m3. Á vef Reykjavíkurborgar má lesa um viðmið svifryksmælinga.