Umhverfisstofnun vonast eftir skjótum og góðum viðbrögðum frá þessum aðilum og að tilnefningarnar berist stofnuninni eigi síðar en 1. desember næstkomandi. Búist er við að vatnasvæðisnefndir geti hafið störf strax í byrjun næsta árs.
Fjögur vatnasvæði landsins
Íslandi hefur verið skipt upp í fjögur vatnasvæði, sbr. kort hér fyrir neðan, og á hverju vatnasvæði skal starfrækja eina vatnasvæðisnefnd.
Mikilvægi vatnasvæðisnefnda í stjórn vatnamála
Hlutverk vatnasvæðisnefnda er skv. 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála nr. 935/2011 að samræma vinnu á viðkomandi vatnasvæði og afla þar upplýsinga vegna gerðar stöðuskýrslu, vöktunaráætlunar, aðgerðaráætlunar og vatnaáætlunar sem Umhverfisstofnun mun hafa umsjón með. Í þessu fellst meðal annars að afla upplýsinga um hvar álag er á vatn á vatnasvæðinu og hverjir eru helstu álagsþættir sem valda óæskilegum áhrifum á vatn, setja fram umhverfismarkmið um að bæta eða viðhalda ástandi vatns, greina hvaða aðgerða er þörf til að þeim markmiðum verði náð og forgangsraða aðgerðum.
Vatnasvæðisnefndir eru vettvangur heimamanna