Stök frétt

Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim tók gildi árið 2003. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar, en heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með því að farið sé að ákvæðum hennar varðandi leikvallatæki í notkun og öryggi leiksvæða.

Árið 2009  voru á Íslandi um 277 leikskólar og 176 grunnskólar þar sem aðalskoðun leiksvæða átti að fara fram árlega. Má áætla að fjöldi leik- og grunnskóla á landinu sé svipaður árið 2011 en einnig ber að telja svokölluð opin leiksvæði sem ekki er til nákvæm tala yfir. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru um 85 leikskólar, 45 grunnskólar og 245 opin leiksvæði staðsett í Reykjavík. Það sem af er ári 2011 hafa 160 leiksvæði fengið aðalskoðun á öllu landinu. Samkvæmt upplýsingum frá BSI, sem er eina skoðunarstofan á Íslandi sem hefur leyfi til að framkvæma aðalskoðun leiksvæða, er mikil vöntun á að óskað sé eftir aðalskoðun leiksvæða líkt og lög gera ráð fyrir og sér í lagi þá hjá stærri bæjarfélögum. Nefna má dæmi um að árið 2009 er einungis talið að um 20% leiksvæða hafi hlotið aðalskoðun. Nánari upplýsingar um aðalskoðun ársins 2009 og fyrri ára má finna í eldri frétt.

Eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum skal vera í samræmi við reglugerðina, viðauka hennar og kröfur samkvæmt staðlaröðunum ÍST EN 1176 og ÍST EN 1177. Samkvæmt því á að vera virkt innra eftirlit á leiksvæðum og er því skipt í þrennt:

  1. Reglubundin yfirlitsskoðun er skoðun sem ætlað er að greina augljósa hættu sem meðal annars má rekja til skemmda, notkunar eða veðurs.
  2. Rekstrarskoðun er skoðun sem er ítarlegri en reglubundin yfirlitsskoðun og lýtur að virkni og stöðugleika leikvallatækisins og öryggi leiksvæðisins. Rekstraraðili ber ábyrgð á reglubundinni yfirlitsskoðun og rekstrarskoðun.
  3. Aðalskoðun er skoðun með að hámarki 12 mánaða millibili sem ætlað er að staðfesta öryggi tækisins, undirstöðu þess og umhverfis. Þeir einir mega framkvæma aðalskoðun sem hlotið hafa faggildingu til þess.

Hvað telst leiksvæði?

Leiksvæði er svæði, hvort sem er innan dyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og opin leiksvæði. Einnig leiksvæði annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að eða ætlað börnum svo sem í eða við fjöleignarhús, frístundahús, tjaldsvæði, verslunarhúsnæði og samkomustaði. Leiksvæðum á að velja stað þar sem börnum stafar ekki hætta eða ónæði frá umhverfinu og leikvallatæki eiga að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur.

Eftirfarandi leiksvæði hafa fengið aðalskoðun árið 2011

Höfuðborgarsvæðið

  • Waldorfskólinn Sólstafir, leikskóli, Reykjavík
  • Leikskólinn 101, Reykjavík
  • Bæjarból, leikskóli, Garðabær
  • Hæðarból, leikskóli, Garðabær
  • Lundaból, leikskóli, Garðabær
  • Kirkjuból, leikskóli, Garðabær
  • Ásar, leikskóli, Garðabær
  • Sunnuhvoll, leikskóli, Garðabær
  • Flataskóli, grunnskóli, Garðabær
  • Garðaskóli, grunnskóli, Garðabær
  • Hofstaðaskóli, grunnskóli, Garðabær
  • Sjálandsskóli, grunnskóli, Garðabær

Suðurnes

  • Háaleitisskóli, grunnskóli, Reykjanesbær
  • Heilsuleikskólinn Háaleiti, Reykjanesbær
  • Leikskólinn Gefnarborg, Garður
  • Leiksvæði við Fríholt, Garður
  • Leiksvæði við Rafnkelsstaðaveg, Garður
  • Leiksvæði við Heiðarbraut, Garður
  • Leiksvæði milli Klapparbrautar og Urðarbrautar, Garður
  • Leiksvæði við Kríuland, Garður
  • Leiksvæði við Útskálaveg, Garður
  • Leiksvæði við Nýjaland, Garður
  • Leiksvæði við Gerðaveg, Garður
  • Gerðaskóli, grunnskóli, Garður
  • Leiksvæði við vitann, Garður
  • Hópsskóli, grunnskóli, Grindavík
  • Leikskólinn Laut við Dalbraut, Grindavík
  • Grunnskóli Grindavíkur, Grindavík
  • Opið leiksvæði við Austurveg (sunnanvið), Grindavík
  • Leikskólinn Krókur, Grindavík
  • Opið leiksvæði við Litluvelli, Grindavík
  • Opið leiksvæði við Vesturbraut, Grindavík
  • Opið leiksvæði við Stamphólsveg, körfur, Grindavík
  • Gæsluvöllur við Leynisbraut, Grindavík
  • Tjaldsvæði, leiksvæði, Grindavík

Suðurland

  • Leikskólinn Gullkistan, Laugavatni,  Bláskógabyggð
  • Leikskólinn Álfaborg, Reykholti, Bláskógabyggð
  • Grunnskóli Bláskógabyggðar, Laugarvatni, Bláskógabyggð
  • Grunnskóli Bláskógabyggðar, Reykholti, Bláskógabyggð
  • Opið leiksvæði, Laugarási, Bláskógabyggð.
  • Tjaldsvæðið Laugarvatni, opið leiksvæði, Bláskógabyggð
  • Rangársel, leiksvæði Reykjaskógi, Bláskógabyggð
  • Leikskólinn Leikholt, Brautarholti
  • Leiksvæði við afgreiðslu, Ölfus
  • Opið svæði II, leiksvæði, Ölfusborgum, Ölfus
  • Opið svæði III, leiksvæði, Ölfusborgum, Ölfus
  • Opið svæði IV, Ölfusborgum, Ölfus
  • Opið svæði V, Ölfusborgum,. Ölfus
  • Þjórsárskóli, grunnskóli, Árnesi
  • Flóaskóli, grunnskóli, Flóahreppur
  • Flúðasel, leiksvæði, Flúðum

Austurland

  • Seyðisfjarðarskóli, grunnskóli, Seyðisfjarðarkaupstaður
  • Leikskólinn Sólvellir, Seyðisfjarðarkaupstaður
  • Leiksvæði við Vallholt, Vopnafjörður
  • Leiksvæði við Fagrahjalla, Vopnafjörður
  • Leiksvæði við Kolbeinsgötu, Vopnafjörður
  • Leikskólinn Brekkubær, Vopnafjörður
  • Vopnafjarðarskóli, grunnskóli, Vopnafjörður
  • Nesskóli, grunnskóli, Norðfjörður
  • Nesskóli, skóladeild í Mjóafirði, grunnskóli, Mjóifjörður
  • Grunnskóli Eskifjarðar, Eskifjörður
  • Grunnskóli Reyðarfjarðar, Reyðarfjörður
  • Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfjörður
  • Grunnskólinn á Stöðvarfirði, Stöðvarfjörður
  • Leikskólinn Sólvellir, Norðfjörður
  • Leikskólinn Dalborg, Eskifjörður
  • Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfjörður
  • Leikskólinn Balaborg, Stöðvarfjörður
  • Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfjörður
  • Leiksvæði við Langadal í Dalshverfi, Eskifjörður
  • Leiksvæði við Bleiksárhlíð, tjaldstæði, Eskifjörður
  • Leiksvæði á tjaldstæði, Norðfjörður
  • Leiksvæði við Bakkaveg 5, við verslun Nesbakka, Norðfjörður
  • Leiksvæði við Strandgötu og Urðarteig, Norðfjörður
  • Leiksvæði utan við Capitano, við Hafnarbraut, Norðfjörður
  • Leiksvæði við rafstöðvargil, Reyðarfjörður
  • Leiksvæði austan við Hæðargerði 9, Reyðarfjörður
  • Leiksvæði við skólaskriftstofu Búðareyri 4, Reyðarfjörður
  • Leiksvæði í svonefndum Nýgræðingi, Stöðvarfjörður

Norðurland

  • Reykjahlíðarskóli, grunnskóli, Skútustaðahreppur
  • Leikskólinn Ylur, Skútustaðahreppur
  • Grunnskóli Fjallabyggðar, Ólafsfirði
  • Grunnskóli Fjallabyggðar, Siglufirði
  • Leikskólinn Leikhólar, Ólafsfirði
  • Leikskólinn Leikskálar, Siglufirði
  • Leiksvæði Kirkjuvegi 9, Ólafsfirði
  • Leiksvæði milli Bylgjubyggðar og Ægisbyggðar, Ólafsfirði
  • Leiksvæði milli Fossavegar 16 og 20, Siglufirði
  • Leiksvæði milli Laugarvegs 65 og 71, Siglufirði
  • Árskóli við Skagfirðingabraut, Sauðárkróki
  • Árskóli við Freyjugötu, Sauðárkróki
  • Leikskólinn Ársalir, Sauðárkróki
  • Leikskólinn Glaðheimar, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Mosahlíð, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Brennihlíð, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Birkihlíð, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Jöklatún, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Fellstún, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Ártún, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Bárustíg, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Skógargötu, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Hólagrund, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Víðimýri, Sauðárkróki
  • Leiksvæði við Víðigrund, Sauðárkróki
  • Tjaldsvæði Steinsstöðum, Sauðárkróki
  • Varmahlíðarskóli, grunnskóli, Varmahlíð
  • Leikskólinn Birkilundur, Varmahlíð
  • Grunnskólinn Hofsósi, Hofsósi
  • Leikskólinn Barnaborg, Hofsósi
  • Leikskólinn Sólgörðum, Flókadal
  • Leikskólinn Brúsabær, Hólum í Hjaltadal
  • Grunnskólinn að Hólum, Hólum í Hjaltadal
  • Svalbarðsskóli, grunnskóli, Laxárdal
  • Stórutjarnaskóli, grunnskóli, Ljósavatnsskarð
  • Litlulaugaskóli, grunnskóli, Laugum
  • Hafralækjaskóli, grunnskóli, Aðaldal
  • Leikskólinn Kiðagili, Bárðardal
  • Leiksvæði við íþróttasvæði á Laugum, Laugum
  • Leikskólinn Álfaborg, Svalbarðseyri
  • Valsárskóli, grunnskóli, Svalbarðseyri

Vestfirðir

  • Grunnskóli Bolungarvíkur, Bolungarvík
  • Leikskólinn Glaðheimar, Bolungarvík
  • Leikskólinn Glaðheimar-Stekkur, Bolungarvík
  • Leiksvæði við Tónlistarskólann, Bolungarvík
  • Leikskólinn Hólabær, Reykhólum
  • Reykhólaskóli, grunnskóli, Reykhólum
  • Leiksvæði við Stekkjahvamm 3, Búðardal
  • Auðarskóli, grunnskóli, Búðardal
  • Auðarskóli, leikskóli, Búðardal

Vesturland

  • Leikskólinn Ugluklettur, Borgarnes
  • Leikskólinn Klettaborg, Borgarnes
  • Leikskólinn Hnoðraból, Reykholtsdalur við Grímsstaði
  • Leikskólinn Andabær, Hvanneyri
  • Leikskólinn Hraunborg, Bifröst
  • Grundaskóli, grunnskóli, Akranes
  • Brekkubæjarskóli, grunnskóli, Akranes
  • Leikskólinn Garðasel, Akranes
  • Leikskólinn Vallarsel, Akranes
  • Leikskólinn Teigasel, Akranes
  • Leikskólinn Akrasel, Akranes
  • Leiksvæði við Háteig, Akranes
  • Leiksvæði við Grundatún, Akranes
  • Leiksvæði við Sóleyjargötu, Akranes
  • Leiksvæði við Suðurgötu, Akranes
  • Leiksvæði við Háholt-Stekkjarholt, Akranes
  • Leiksvæði við Heiðarbraut, Akranes
  • Leiksvæði við Vogabraut, Akranes
  • Leiksvæði við Esjubraut, tjaldsvæði, Akranes
  • Leiksvæði við Esjuvelli, Akranes
  • Leiksvæði við Bjarkargrund, Akranes
  • Leiksvæði við Grenigrund, Akranes
  • Leiksvæði við Víðigrund, Akranes
  • Leiksvæði við Jörundargrund, Akranes
  • Leiksvæði við Steinsstaðarflöt, Akranes
  • Leiksvæði við Smáraflöt, Akranes
  • Leiksvæði I í skógrækt, Akranes
  • Leiksvæði II í skógrækt, Akranes
  • Leiksvæði við Háholt/Skátaheimili, Akranes
  • Leiksvæði bak við Samkaup, Garðagrund 1, Akranes