Stök frétt

Að gefnu tilefni ítrekar Umhverfisstofnun lokun neðri göngustígar við Gullfoss vegna slysahættu en stígurinn og fossbrúnin geta verið mjög varasöm á þessum tíma ársins.  Að vetrarlagi geta skapast hættulegar aðstæður vegna hálku og snjóalaga. Því hefur stígnum verið lokað í öryggisskyni þar til aðstæður verða betri. Skilti á fjórum tungumálum voru sett upp til upplýsinga um að stígurinn sé lokaður vegna hættu. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila að virða lokunina og minnka þannig hættu á slysum.