Athygli er vakin á því að búið er að birta lista yfir virk efnin í sæfiefnum (sjá flipa um markaðsleyfi) sem hafa verið áhættumetin í ákveðnum sæfiefnaflokkum. Þessi listi verður alltaf uppfærður og fleiri virk efni birtast þar um leið og þau hafa verið áhættumetin.
Þegar virku efnin hafa verið áhættumetin og birt á þessum lista, þarf að sækja um markaðsleyfi eða gagnkvæma viðurkenningu fyrir sæfiefni (vörur) sem innihalda þessi virku efni í tilgreindum sæfiefnaflokkum fyrir þær dagsetningar sem birtast í dálkinum um dagsetningu skráningar. Ef sæfiefni (vara) inniheldur fleiri en eitt virkt efni þá þarf ekki að sækja um markaðsleyfi fyrr en síðasta virka efnið hefur verið áhættumetið í tilgreindum sæfiefnaflokki.
Fyrir 1. september annars vegar og 1. október 2011 hins vegar þarf að sækja um markaðsleyfi og gagnkvæma viðurkenningu fyrir sæfiefni í sæfiefnaflokkum sem innihalda ákveðin virk efni virk efni sem búið er að áhættumeta.
Þetta eru sæfiefni (vörur) í eftirtöldum sæfiefnaflokkum; viðarvarnarefni (sæfiefnaflokkur 8 ), nagdýraeyðar ( sæfiefnaflokkur 14), skordýraeyðum (sæfiefnaflokkur 18).
Nánari upplýsingar um sæfiefni.