Stök frétt

Fyrirtæki verða að tilkynna um varasöm efni í hlutum ekki seinna en 1. júní 2011.

Framleiðendur og innflytjendur hluta (t.d. húsgagna, byggingarvara og fatnaðar) ber lagaleg skylda til að tilkynna til Efnastofnunar Evrópu (ECHA) um hvort hlutirnir þeirra innihaldi varasöm efni á svokölluðum „Candidate“- lista. Þetta á við ef styrkur efnisins er hærri en 0,1% og heildarmagn efnisins í hlutunum fer yfir 1 tonn á hvern framleiðanda/innflytjanda á ári.

„Candidate“- listinn inniheldur efni sem sýnt hefur verið fram á að séu varasöm heilsu og umhverfi. Fyrirtæki sem framleiðir/flytur inn hluti sem innihalda þessi efni eiga að tilkynna slíkt til ECHA ekki síðar en 6 mánuðum eftir að efnið fer inn á „Candidate“-listann. Þetta þýðir að efni sem fóru inn á listann 1. desember 2010 þar að tilkynna 1. júní 2011.

ECHA býður upp á ýmsa fræðslu um hvernig skuli tilkynna, t.d. nýjan leiðbeiningarbækling og nýja upplýsingasíðu á heimasíðu sinni.