Stök frétt

Höfundur myndar: Ólafur A. Jónsson

Verndaráætlun Mývatns og Láxár var undirrituð af umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar þann 14. maí

Meginmarkmið verndaráætlunarinnar fyrir Mývatn og Laxá er að draga fram verndargildi svæðisins og marka stefnu um verndun þess með tilliti til þeirra markmiða sem sett hafa verið í lögum um verndarsvæðið.

Við sama tækifæri var opnuð ný sýning í gestastofu Umhverfisstofnunar á sama stað. Höfundar sýningarinnar eru Dr. Árni Einarsson forstöðumaður Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hönnuður. Leiðarstef sýningarinnar er samspil vatns og hrauns og veitir sýningin gestum frábært tækifæri til að gera sér grein fyrir jarðfræði svæðisins sem og lífríkis Mývatns.

Gestastofa Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit er opin alla daga

  • Í maí frá 11:00-16:00
  • 1. júní til 20. ágúst frá 09:00-18:00
  • 21. ágúst til 14. september frá 11:00-16:00
  • 15.-30. september frá 13:00-16:00