Samkvæmt REACH reglugerð nr. 750/2008 eiga neytendur rétt að fá upplýsingar um tiltekin hættuleg efni í hlutum. Það eru efni sem uppfylla skilyrði um eiginleika sem valda miklum skaða á heilsu manna eða umhverfi. Oftast er þó um að ræða hluti sem valda ekki skaða við eðlilega notkun en geta við ranga meðhöndlun reynst hættulegir eða verið skaðlegir umhverfinu eftir förgun.
1. Hver birgir* hlutar, sem inniheldur efni sem uppfyllir viðmiðanirnar í 57. gr. og er tilgreint í samræmi við 1. mgr. 59. gr. í styrk yfir 0,1%, reiknað sem þyngdarhlutfall, skal veita viðtakanda hlutarins upplýsingar sem birgirinn hefur yfir að ráða og eru að lágmarki heiti efnisins og nægja til að nota megi hlutinn á öruggan hátt.
2. Fari neytandi fram á það skal hver birgir hlutar, sem inniheldur efni sem uppfyllir viðmiðanirnar í 57. gr. og er tilgreint í samræmi við 1. mgr. 59. gr. í styrk yfir 0,1%, reiknað sem þyngdarhlutfall, veita neytandanum upplýsingar sem birgirinn hefur yfir að ráða og eru að lágmarki heiti efnisins og nægja til að nota megi hlutinn á öruggan hátt.
Viðkomandi upplýsingar skulu afhentar án þess að gjald komi fyrir innan 45 daga frá því að tekið var við beiðninni um upplýsingar.
*Birgir: Framleiðandi eða innflytjandi hlutar, dreifandi eða annar aðili í aðfangakeðjunni sem setur hlut á markað.
57. grein, Efni sem skulu skráð í XIV. viðauka:
Eftirfarandi efni má skrá í XIV. viðauka í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 58. gr.
Listi Efnastofnunar Evrópu yfir efni sem uppfylla viðmiðanirnar í 57. grein og tilgreind eru í samræmi við ákvæði 1. málsgreinar 59. greinar.