Stök frétt

Skuttogarinn Merike sem legið hefur í Hafnafjarðarhöfn um langt skeið sökk suður af landinu föstudaginn 18. febrúar sl. þegar verið var að draga hann til Danmerkur til niðurrifs. Danski dráttarbáturinn Eurosund var með Merike í togi suður af landinu þegar hann tilkynnti upp úr hádegi að Merike hafi sokkið kl. 13:00 en engin olía sást á sjónum enda hafi skipið verið tæmt af olíuefnum áður en haldið var úr höfn.

Málið er til athugunar hjá Rannsóknarnefnd Sjóslysa. Skipið liggur á 1400 metra dýpi og umhverfisáhrif ekki talin mikil.