Stök frétt

Veðurstofan greinir frá því styrkur koltvísýrings á Íslandi hafi farið yfir 400 ppm og ekki verið hærri í hundruð þúsunda ára.

Fyrsta mæliárið á Stórhöfða var hámark CO2 rúmlega 362 ppm. Eins og myndin sýnir hefur styrkurinn aukist stöðugt síðan þá og vorið 2010 náði hámarkið 397 ppm. Myndin sýnir einungis yfirfarin gögn og enn sem komið er hafa mælingar frá árinu 2011 ekki verið gæðavottaðar. Óyfirfarin gögn fyrir árið 2011 má þó sjá í vöktunarkerfi NOAA sem sýna að styrkur CO2 fór yfir 400 ppm í andrúmslofti á Stórhöfða í vor.

Þetta heyrir til verulegra tíðinda því líklega hefur styrkur CO2 hér á landi ekki verið svona hár í a.m.k. hundruð þúsunda ára. Lesa má um loftslagsbreytingar og gróðurhúsaáhrif hér á vefnum, svo og sögu mengunarmælinga á Stórhöfða frá 1991.

Nánari upplýsingar í frétt á vef Veðurstofunnar.