Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er verið að útbúa áfanga - og verkáætlun vegna vinnu við vatnaáætlun og fer hún í opinbera kynningu um mitt sumar sem mun standa yfir í alls sex mánuði. Áætlunin er liður í að styrkja almenna þátttöku í innleiðingu vatnatilskipunarinnar og vatnastjórnun hér á landi. Í áætluninni er greint frá forsendum og markmiðum með vinnunni, þeim verkefnum sem framundan eru, þau tímasett ásamt opinberum kynningum og ákvarðanatökum. Áætlunin lýsir því hvernig íslensk stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem að málunum koma munu vinna saman að heildstæðri vatnaáætlun um stýringu vatnamála í landinu og samráði við hagsmunaaðila og almenning. Gert er ráð fyrir að vatnaáætlun taki gildi í lok árs 2015 að undangenginni samþykkt umhverfisráðherra.