Stök frétt

Hellaferðir í Vatnshelli í þjóðgarðinum Snæfellsjökli eru hafnar og verða alla daga í sumar fram til 20. ágúst. Eingöngu er farið í hellinn undir leiðsögn landvarða þjóðgarðsins sem fræða gesti um þau undur sem þar er að sjá. Fyrsta ferð á morgnana er kl. 10 og síðasta ferð kl. 16. Tuttugu manns komast með í hverja ferð og tekur hún um klukkutíma. Nauðsynlegt er að vera hlýlega klæddur, í góðum skóm og með hanska en þjóðgarðurinn útvegar hjálma og höfuðljós. Gjald fyrir ferðina er 1000 kr. og er frítt fyrir börn. Hægt er að mæta upp við hellinn eða bóka ferð fyrirfram og er það nauðsynlegt fyrir hópa. Nánari upplýsingar og bókanir eru í síma 665 2818.

Margar fallegar myndanir eru í Vatnshelli