Stök frétt

Nú nálgast jólin og undirbúningur að jólahaldi er að hefjast á mörgum heimilum. Umhverfisstofnun gefur út blað fyrir þessi jól sem kallast Góð ráð fyrir græn jól. Aðaláhersla blaðsins er á varasöm efni í neytendavörum og gefin eru einföld og góð ráð um hvernig megi forðast þau.

Í blaðinu eru að finna upplýsingar um varasöm efni í vörum og hlutum, hvaðan þau koma og hvaða áhrif þessi efni geta haft á umhverfi og heilsu. Í blaðinu er einnig umfjöllun um umhverfismerki, viðtöl við valinkunna einstaklinga um tengd málefni, upplýsingar um hvaða jólatré er grænast”og hugmyndir að öðruvísi jólapökkun.

Þeir sem hafa áhuga geta fundið ítarlegri umfjöllun um varasöm efni á slóðinni www.grænn.is

Jólablað Umhverfisstofnunar kom út laugardaginn 12. nóvember sem aukablað með Fréttablaðinu og má nálgast hér á pdf formi.