Hægt er að koma að ábendingum og gera athugasemdir við drögin á kynningartímanum, ýmist í tölvupósti (ust@ust.is) eða bréflega (Umhverfisstofnun, Umsögn um áfanga- og verkáætlun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík).
Nánari upplýsingar um stjórn vatnamála á vef Umhverfisstofnunar.
Samkvæmt lögunum þarf að greina og kortleggja allt vatn hér á landi, flokka í vatnshlot, skipta yfirborðsvatnshlotum í gerðir og setja gæðamarkmið sem hentar hverri gerð. Síðan þarf að meta álag sem er til staðar og líkleg áhrif þess á vatnshlotin. Að síðustu er ástand vatnshlotanna metið og gerð aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun í því skyni að viðhalda góðu ástandi þeirra eða bæta ástandið þegar það er ekki gott. Endapunkturinn er gerð vatnaáætlunar sem nær til allra ofangreindra þátta og verður stjórnunaráætlun fyrir vötn á Íslandi.
Markmið lagannaMarkmið laga um stjórn vatnamála er m.a. að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnum vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa þar sem þess er þörf. Stefnt er að því að fyrir árið 2021 verði vistfræðilegt ástand yfirborðsvatnshlota og efnafræðilegt ástand yfirborðs- og grunnvatnshlota gott og magnstaða grunnvatnshlota góð. Búast má við að í einhverjum tilvikum kunni aðgerða að vera þörf til ná markmiðunum, t.d. vegna sumra viðtaka skólps frá þéttbýli.
Áfangar og verkþættirÁfanga- og verkáætlun lýsir helstu áföngum og verkþáttum á fyrsta tímabilinu ásamt tímasetningu þeirra. Vinnan skiptist á marga bæði Umhverfisstofnun og stofnanir eins og Veðurstofu Íslands, Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Orkustofnun en einnig á sveitarfélög og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga en auk þess nefndir og ráð sem lögin kveða á um, þ.e. vatnaráð, fjórar staðbundnar vatnasvæðisnefndir og tvær ráðgjafarnefndir.