Stök frétt

Höfundur myndar: Þuríður Halldóra Aradóttir

Allnokkuð mistur var víða á suður og vesturlandi í gær, mánudaginn 2.maí. Nokkur svifryksmengun mældist á höfuðborgarsvæðinu.

Hæsta klukkutímameðaltal á Grensásvegi í Reykjavík var um 370 µg/m3 og hæsti klukkutíminn á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði var tæplega 100µg/m3. Dagurinn var yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.

Að þessu sinni var ekki um að ræða öskufok frá Eyjafjallajökli heldur var um að ræða sandfok frá Landeyjarsandi eins og sjá má á meðfylgjandi gervitunglamynd sem tekin var í gær kl 13:40.

Eyjafjallajökull, Skógaheiði og efri hluti Eyjafjalla eru snævi þakin og ekki er að sjá neitt öskufok af svæðinu undir Eyjafjöllum. Frá Landeyjarsandi kemur hins vegar mikið sandfok og virðast upptökin bundin við tiltölulega lítið svæði skammt vestan Landeyjarhafnar. Áður hefur fokið af þessu svæði við sambærilegar veðuraðstæður. Sjá má að fokgeirann leggur meðfram suðurströndinni í átt að höfuðborgarsvæðinu.

Sandfok frá Landeyjarsandi