19. febrúar 2019

Sandi dreift á gönguleiðir við Arnarstapa


Í morgun mætti Guðmundur Bjarnason verktaki með glænýjan sanddreifara á Arnarstapa á Snæfellsnesi og bar sand á helstu gönguleiðir við ströndina. Jafnframt bar hann sand á stíginn á Svalþúfu. Starfsmenn þjóðgarðsins Snæfellsjökuls hafa einnig borið sand á göngustíga niður að Djúpalóni en töluverð hálka er víða í þjóðgarðinum vegna hlýinda.

Á næstu vikum verður reynt að halda fyrrgreindum leiðum greiðum með mokstri og hálkuvörn. Vonandi um ókomin ár að sögn Jóns Björnssonar þjóðgarðsvarðar.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira