Bráðabirgðatölur

Bráðabirgðatölur og úttektir

 

Tölurnar hér að ofan eru byggðar á bráðabirgðagögnum sem Umhverfisstofnun notar við útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þessar losunartölur verða uppfærðar og rýndar fyrir 15. mars ár hvert og koma út í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report) 15. apríl ár hvert. Unnt er að fjarlægja flokka úr grafinu með því að smella á þá í valmyndinni. 

Bráðabirgðaniðurstöður um losun vegna landnotkunar (e. LULUCF) árið 2022 liggja ekki fyrir.

Sækja gögn hér

Gagnaskil til ESB og rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar:
          Samkvæmt skuldbindingum Íslands gagnvart rammasamingi Sþ. um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og samkomulagi Íslands og ESB um fyrirkomulag losunarbókhalds fyrir gróðurhúsalofttegundir eru gagnaskil á fyrri hluta hvers árs. Hér er farið nánar yfir þau skil og þær tímasetningar sem Íslandi hefur skuldbundið sig til að vinna eftir.

31. júlí ár hvert ber að skila bráðabirgðatölum til ESB sem endurspegla losun ársins á undan. Gögnin teljast bráðabirgðagögn bæði vegna þess að gagnaveitendur hafa í mörgum tilfellum einungis skilað bráðabirgðagögnum til Umhverfisstofnunar á þessum tímapunkti og einnig vegna þess að þarna hafa útreikningarnir ekki farið í gegnum alla rýni, þ.m.t. útteka- og gæðaferla, sem þarf að framkvæma áður en lokatölum er skilað.

15. janúar ár hvert ber að skila bráðabirgðatölum til ESB fyrir öll árin (1990 – núverandi ár-2). Þessi gögn eru búin að fara í gegnum gæðaferla hjá UST, en hafa ekki farið í rýni hjá sérfræðingum ESB.

15. mars ár hvert ber að skila tölum og skýrslu til ESB fyrir öll árin (1990 – núverandi ár-2). Þessi gögn eru búin að fara í gegnum úttekt á vegum ESB, og eru tölurnar uppfærðar í samræmi við athugasemdir úttektaraðila.

15. apríl ár hvert ber að skila lokatölum og lokaskýrslu fyrir öll árin (1990 – núverandi ár-2) til rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar. Um leið og þeim er skilað eru öll gögn og skýrslur birtar á vefsíðu UNFCCC. Þessi skil teljast sem opinber lokaskil.

          Losunarbókhald Íslands er rýnt mjög regulega af sérfræðingum rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar. Í sumum tillfellum þarf að gera breytingar á tölum sem leiða til þess að tölunum þarf að skila aftur til UNFCCC á milli hefbundinna skiladagsetninga.
          Umhverfisstofnun mun birta reglulega nýjustu gögn hér, með fyrirvara um að tölum sem skilað er áður en lokaskil eru 15. apríl eru ekki lokatölur og geta tekið breytingum (sbr. upplýsingar hér að ofan). Á öðrum flipum á þessari síðu eru notaðar tölur í samræmi við síðustu opinberu lokaskil.