Stök frétt

Mynd: Canva

Síðustu daga hefur Umhverfisstofnun borist ábendingar um mengunarlykt og blámóðu í Reykjanesbæ.

Þá daga sem ábendingar hafa borist hefur hins vegar mælst lítil gasmengun (SO2) frá nýja hrauninu. Það gas sem berst frá hrauninu getur hins vegar hvarfast yfir í SO4 agnir sem geta verið ertandi í hálsi fyrir viðkvæma. Hækkun á fínu svifryki (PM2,5 og PM1) getur verið vísbending um að gosmóða sé til staðar og blámóða sem hefur orðið vart við er af völdum þessara brennisteinsagna frá hrauninu.

Brennisteinsvetni (H2S) hefur einnig mælst vegna H2S losnar frá virkjuninni í Svartsengi. Það gas hefur sterka lykt í ákveðnum styrk sem líkist til dæmis lykt af hverasvæðum. H2S er þó ekki mælast meira en verið hefur í gegnum árin.

Brennisteinsdíoxíð (SO2) sem losnar frá nýja hrauninu hefur ekki eins afgerandi lykt. Gosmóða (SO4 agnir) getur hinsvegar lyktað eins og flugeldalykt. 

Mengunin sem hefur verið að mælast síðustu daga er því sambland af gosmóðu frá nýja hrauninu og frá útblæstri virkjunarinnar í Svartsengi.  

Mælanet SO2 gasmæla er þétt á Suðurnesjum. Umhverfisstofnun er að vinna að því að þétta net svifryksmæla sem skynja brennisteinsagnir.

Tengt efni: