Veiðifrétt

10.09.2022 23:15

11. september 2022

Enn og aftur virðast veðurguðirnir að verða hliðhollir hreindýraveiðimönnum, veðurspáin fyrir næstu viku er góð, gæti orðið bjart á öllum veiðisvæðum. Tarfaveiðum lokið á einu veiðisvæði - sv. 4. Menn bíða með að skrá sig á veiðar þar til þeir sjá hvernig verðrið verður. Ólafur Gauti með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Tröllagilsdragi, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Loðmundarf. Jón Egill með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Suðurfjalli í Loðmundarfirði, Sigurgeir með tvo að veiða kýr og einn að veiða tarf á sv. 5, ein kýr og tarfur felld í Ófeigsdal, Frosti með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt í Ófeigsdal, Óðinn Logi með einn að veiða kú á sv. 6, fellt ofan við Vík í Fáskrúðsfirði, 40-50 dýr blandað, Jónas Bjarki með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt á Breiðumýri. Eiður Gísli með tvo að veiða tarfa á sv. 6, og einn að veiða tarf á sv. 7, fellt Vínárnesi, bætti einum tarfi við á sv. 6 fellt í Flöguskarði, Guðmundur Valur með einn að veiða tarf á sv 7, fellt í Vínárnesi, Árni Björn með tvo að veiða kýr á sv. 7, Gunnar Bragi með þrjá að veiða kýr á sv. 7, tvær felldar í Múladal, Guðmundur á Þvottá með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Lónsheiði, Skúli Ben með tvo að veiða tarfa á sv. 9, fellt á Haukadalsheiði, Siggi á Borg með einn að veiða tarf á sv. 9, fell í Heinabergsöldum.
Til baka