Landverðir bjóða gestum í létta göngu um hinar einstöku hraunmyndanir Dimmuborga. Gestir fræðast um myndun borganna, lífríki svæðisins og rekast kannski á helli Þvörusleikis ef heppnin er með þeim.
Mæting: Við inngang Dimmuborga
Lengd göngu: 1 klst.
Njóttu kvöldsólarinnar á göngu með landverði. Í hinu friðsæla umhverfi Kálfastrandar fræða landverðir gesti um fuglalíf, nytjajurtir, vistkerfi og jarðmyndanir svæðisins.
Mæting: Við upplýsingaskilti á bílastæði Kálfastrandar
Lengd göngu: 1 klst.
Létt ganga með landverði um þennan sögufræga stað þar sem kynjamyndir og drunur frá fossinum magna upplifun og glæða söguna lífi.
Mæting: Bílastæði vestan Goðafoss
Lengd göngu: 1. klst.
Gangan verður auglýst nánar síðar.
Gangan verður auglýst nánar síðar