Umhverfistofnun - Logo

Losun frá staðbundnum iðnaði innan viðskiptakerfi ESB

 

Árið 2005 kom Evrópusambandið á fót viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í tengslum við mótvægisaðgerðir af hálfu ESB samkvæmt Kýótóbókuninni. Viðskiptakerfið nefnist ETS (Emission Trading System) og er svokallað „cap and trade“ kerfi þar sem þak er sett á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá öllum í kerfinu og með tímanum mun þakið lækka og losunin því dragast saman frá kerfinu í heild. Síðastliðin 10 ár hefur tæplega 40% af árlegri losun Íslands (án LULUCF) fallið undir viðskiptakerfið. Nánar um viðskiptakerfið má lesa hér.

Fyrir Parísartímabilið (2021-2030) hafa ESB aðildarríkin, ásamt Íslandi og Noregi, sett sér sameginilegt markmið um 40% samdrátt í losun árið 2030 miðað við 1990. Markmiðinu skal ná með því að draga úr losun (miðað við losun ársins 2005) um:

  • 43% árið 2030 frá iðnaði sem fellur undir gildissviðs viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  • 30% árið 2030 frá uppsprettum sem ekki falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB (án losunar frá alþjóðaflugi, alþjóðasiglingum, innanlandsflugi, landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt).
 

Mynd 1: Skipting losunar gróðurhúsalofttegunda milli losunar frá staðbundnum iðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB og annarrar losunar (kt CO2-ígildi).

 

Losunin sem fellur undir viðskiptakerfi ESB hefur meira en tvöfaldast frá 2005. Helstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda sem hafa verið undir viðskiptakerfi ESB eru CO2 og PFC losun frá álverum og CO2 losun frá kísil- og kísilmálmframleiðsla. Losunin frá kísilmálmframleiðslu hefur verið nokkur stöðug síðan 2005. Hins vegar hefur losunin frá álframleiðslu aukist talsvert með aukinni framleiðslu. Jarðeldsneytisbruni vegna staðbundins framleiðsluiðnaðar fellur einnig undir viðskiptakerfi ESB. Um er að ræða hlutfalslega litla losun sem fer minkandi.

 

Mynd 2: Skipting losunar staðbundins iðnaðar er fellur undir viðskiptakerfi ESB frá 2005, (kt CO2-ígildi).