Losun frá landnotkun

Þróun í LULUCF

1990-2017:      -1%
2005-2017:      -1%
2015-2017: -0,3%

Losun er kemur frá flokknum landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt eða endurheimt votlendis er talin fram undir flokknum LULUCF og getur Ísland talið sér þá losun til tekna á móti annarri losun.

Mynd 5 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, með LULUCF(kt CO2-ígildi).

 

 

Losun frá LULUCF er há á Íslandi miðað við heildarlosun Íslands frá öðrum flokkum og var nettó losunin metin sem 9.321 kt. CO2-íg. (losun – binding kolefnis=nettó losun), sem er rúmlega 1% samdráttur miðað við nettólosun 1990. Losunin dróst saman úr 9.407 kt. CO2-íg. árið 1990 í 9.321 kt. CO2-íg. árið 2017. Mest losun er metin frá graslendi, votlendi og ræktunarlandi, í þeirri röð. Losun frá LULUCF skal túlka með nokkrum fyrirvara þar sem óvissa varðandi losunarstuðla og uppsprettur er veruleg.

Mynd 6 Skipting losunar og bindingar frá LULUCF 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

Ísland hefur heimild, í samræmi við. 3.gr. 3. og 4. mgr. Kýótó-bókunarinnar til að telja sér bindingu kolefnis til tekna. Tafla 1 hér að neðan sýnir fjölda bindingareininga (RMUs í þúsundum) sem Ísland gat nýtt sér á fyrsta tímabili Kyótó-bókunarinnar (2008-2012). Tafla 2 sýnir fjölda bindingareininga (í þúsundum) sem Ísland getur talið sér til tekna eftir fyrstu fimm árin á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar. Í Töflu 2 sést að binding kolefnis hefur aukist ár frá ári á tímabilinu, og fór úr 388 kt. CO2-íg. árið 2013 í 513 kt CO2-íg. árið 2017.  Grein 3.3. inniheldur bindingur frá skógrækt og skógeyðingu, en grein 3.4. inniheldur bindingu frá skóglendi í umhirðu og landgræðslu.