Þróun í LULUCF | |
---|---|
1990-2018
|
-4% |
2005-2018
|
-2,5% |
2017-2018
|
-0,5% |
Losun sem kemur frá flokknum landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum (sjá frekar um skuldbindingar Íslands hér). Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt eða endurheimt votlendis er talin fram undir flokknum LULUCF og getur Ísland talið sér þá losun til tekna á móti annarri losun, upp að vissu marki.
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, með LULUCF(kt CO2-ígildi).
Losun frá LULUCF er há á Íslandi miðað við heildarlosun Íslands frá öðrum flokkum og var nettó losunin metin sem 9.010 kt. CO2-íg. (losun – binding kolefnis=nettó losun). Losun frá LULUCF skal túlka með nokkrum fyrirvara þar sem óvissa varðandi losunarstuðla og uppsprettur er veruleg.
Skipting losunar og bindingar frá LULUCF 1990 – 2018 (kt CO2-ígildi).
Ísland hefur heimild, í samræmi við 3.gr. 3. og 4. mgr. Kýótó-bókunarinnar til að telja sér bindingu kolefnis til tekna. Tafla 1 hér að neðan sýnir fjölda bindingareininga (í þúsundum) sem Ísland gat nýtt sér á fyrsta tímabili Kýótó-bókunarinnar (2008-2012). Hver eining samsvarar einu tonni af CO2-íg.
2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | CP1 | |
Grein 3.3 | 104 | 116 | 135 | 153 | 173 | 681 |
Grein 3.4 | 152 | 159 | 172 | 185 | 194 | 862 |
Bindingareiningar (RMUs) | 256 | 275 | 307 | 338 | 367 | 1.543 |
Tafla 2 sýnir fjölda bindingareininga (í þúsundum) sem Ísland getur talið sér til tekna eftir fyrstu sex árin sem liðin eru á öðru skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar. Þar sést að binding kolefnis hefur aukist ár frá ári á tímabilinu, og fór úr 424 kt. CO2-íg. árið 2013 í 598 kt CO2-íg. árið 2018.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | CP2 | |
Grein 3.3 | 183 | 203 | 223 | 242 | 291 | 291 | 1.433 |
Grein 3.4 | 241 | 251 | 262 | 272 | 288 | 307 | 1.621 |
Bindingareiningar (RMUs) | 424 | 454 | 485 | 514 | 579 | 598 | 3.054 |