Stök frétt

Undanfarið hafa geisað eldar í Reykjanesfólkvangi sem hafa valdið skaða á náttúru svæðisins. Bruninn var í Hvammahrauni sem er austan við Kleifarvatn. Af því tilefni vill Umhverfisstofnun beina því til þeirra sem ferðast um landið að gæta varúðar við meðferð elds, sér í lagi þar sem gróður er þurr. Lítið þarf til að eldur kvikni þegar gróður er þurr og því mikilvægt að ganga vel frá t.d. grillum og ekki henda logandi sígarettum frá sér eða öðru sem getur kviknað í út frá. Umhverfisstofnun áréttar að vaxtartími gróðurs á Íslandi er stuttur og því hvert gróið svæði mikilvægt samanber sandfok undanfarinna daga.

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fara á svæðið í dag og kanna aðstæður.

Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975.