Stök frétt

Drykkjarglös með myndum af teiknimyndapersónum hafa verið mæld með tilliti til flæði blýs og kadmíums. Reyndist of mikið magn af blýi flæða úr glösunum. Mælingin fór fram í Þýskalandi og voru glösin til sölu hér á landi, en varan hefur verið innkölluð af markaðnum. Upplýsingar um vöruna bárust með viðvörunarkerfinu RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed.)

Upplýsingar um vöru:

Heiti: Diddl

Framleiðandi: Depesche Vertieb GmbH &Co.KG.

Vörunúmer: Art. Nr. (04) 0388.006,

Strikamerking: EAN 4010070115586

Notkun á glösunum er ekki lífshættuleg en skaðleg til langframa. Blý getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi og meltingarveg. Auk þess getur það leitt til blóðleysis. Fóstur og lítil börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi.

Umhverfisstofnun vill benda þeim á sem gætu hafa keypt vöruna að farga henni eða fara með glösin og fá endurgreitt á sölustað.

Samkvæmt upplýsingum frá innflytjanda voru u.þ.b. 30 glös sem seldust hér á landi.

Þessi glös hafa eingöngu verið til sölu í Bókabúð Böðvars í Hafnafirði og í AHA í Kringlunni.