Umhverfisstofnun barst á mánudag tilkynning um auglýsingu á veraldarvefnum um sölu á hreindýraveiðileyfi. Stofnunin hóf þegar athugun á málinu enda óheimilt að framselja slík veiðileyfi sem eingöngu er úthlutað með útdrætti. ...
Dregið verður úr innsendum umsóknum um leyfi á hreindýr í beinni útsendingu í dag laugardaginn 25. febrúar kl 14:00. ...
Við ákvörðun um stærð skotmarks sem nota skal í verklegu skotprófi fyrir hreindýraveiðimenn þarf að taka tillit til margra þátta. Ennfremur þarf að taka tillit til ákveðinna forsenda sem liggja fyrir. Hið raunverulega skotmark sem gerð er krafa um að veiðimenn séu færir um að hitta af öryggi er 20 sm. Það er er u.þ.b. stærð hjarta- og lungnasvæðis á fullvöxnu hreindýri. Það liggur því fyrir að á veiðum er þetta hámarksstærðin á skotmarkinu. Það hversu auðvelt er að hitta þetta skotmark ræðst af mörgum atriðum en fjarlægð og afstaða ræður þar mestu. ...
Norska veiðistjóraembættið hefur gert fjórar viðamiklar rannsóknir meðal veiðimanna sem ná yfir fimm ára tímabil. Niðurstöðurnar sýna að langt skotfæri, skot á dýr sem er á hreyfingu og skot á dýr sem snýr óheppilega að skyttunni eru mjög krefjandi. Niðurstöðurnar sýna ennfremur að beint samhengi er á milli veiðireynslu, æfingaskotafjölda og þess hvernig gengur á veiðum. Þeir sem hafa æft við fjölbreyttar aðstæður fella frekar en aðrir dýrið í fyrsta skoti. ...
Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 25.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar nær dregur. ...
Síðasti dagur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er 15. febrúar. ...
Opnað hefur verið fyrir skilavef fyrir veiðiskýrslur og umsókn um veiðikort. ...
Umhverfissráðuneytið hefur gefið út hreindýrakvóta og ákvarðað gjaldskrá fyrir hreindýraveiðar. ...
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. ...
Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2011 hafa verið send út til kynningar í sveitarfélögum. Drögin munu liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 1. desember til 14. desember 2011 sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir. ...