Almennar fréttir og tilkynningar

Upphaf hreindýraveiðitímabils 2022

Tarfaveiðar hefjast nú eins og undanfarin ár þann 15. júlí sem að þessu sinni er föstudagur. Við viljum vekja athygli á að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri. Fram til 1. ágúst skal ekki ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. ...

Síðasti greiðsludagur hreindýraveiðileyfa 19. apríl

Eindagi greiðslu úthlutaðs hreindýraveiðileyfis er þriðjudaginn 19. apríl. Greiða þarf kröfu í heimabanka fyrir kl. 21.00. ...

Útdráttur um hreindýraveiðileyfi á laugardaginn

Umsóknafrestur um veiðileyfi á hreindýr rann út þann 1. mars og nú styttist óðum í útdrátt. Dregið verður úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í beinu streymi laugardaginn 05. mars klukkan 14.00. ...

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi framlengdur

Sökum tæknilegra hnökra hefur frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi verið framlengdur til hádegis miðvikudaginn 2. mars. ...

Umsóknarfrestur hreindýraveiðileyfa til 28. febrúar

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er til miðnættis mánudaginn 28. febrúar. ...

Hreindýraveiðikvóti ársins 2022

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst hreindýraveiðikvóta ársins 2022. Umhverfisstofnun annast sölu hreindýraveiðileyfa. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 28.febrúar en umsóknum skal skilað inn á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is/veidimenn. ...

Upphaf hreindýraveiðitímabils 2021

Tarfaveiðar hefjast nú eins og undanfarin ár þann 15. júlí sem að þessu sinni er fimmtudagur. Við viljum vekja athygli á að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri. ...

Skotpróf vegna hreindýraveiða, frestur til og með 30. júní

Umhverfisstofnun vill minna hreindýraveiðimenn, sem eru með úthlutað leyfi, á að taka skotpróf vegna hreindýraveiða fyrir 1.júlí. ...

Síðasti greiðsludagur hreindýraveiðileyfa er í dag - fimmtudaginn 15. apríl.

Eindagi greiðslu úthlutaðs hreindýraveiðileyfis er í dag 15. apríl. Greiða þarf kröfu í heimabanka fyrir kl. 21.00 fimmtudaginn 15. apr ...

Útsending frá útdrætti hreindýraveiðileyfa 2021

Útsending hefst kl 14:00 laugardaginn 6. mars. Reikna má með að útsendingin taki um eina og hálfa klukkustund. ...