Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi rann út á miðnætti 15. febrúar og er verið að fara yfir umóknir. Þegar fjöldi umsókna og fjöldi þeirra sem eru á fimm skipta reglunni liggur fyrir verður það birt hér á síðunni. ...
Opnað hefur verið fyrir skilavef til að skila inn veiðiskýrslu og sækja um nýtt veiðikort. Umhverfisstofnun hefur sent út tölvupóst til allra veiðikorthafa vegna skila á veiðiskýrslu og umsóknar um nýtt veiðikort. ...
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. ...
Drög að hreindýraarði fyrir ágangsvæði og jarðir hafa verið send viðeigandi sveitarfélögum. Drögin liggja frammi til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins í tvær vikur frá 5. desember til 18. desember 2013. ...
Umhverfis- og auðlindaráðherra úthlutar fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta í samræmi við lög nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. ...
Þeir leyfishafar sem ætla sér að selja hreindýrakjöt, heilan skrokk eða að hluta, til veitingastaða eða smásöluaðila verða að fá kjötið heilbrigðisstimplað. Sláturhús Norðlenska á Höfn í Hornafirði tekur að sér að flá hreindýr og heilbrigðisstimpla hreindýrakjöt. Koma skal með dýrið óflegið á staðinn til að það fáist stimplað. ...
Dúfnaveislan hófst á 15 skotvöllum víða um land mánudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. ...
Hreindýraveiðimenn þurfa að standast verklegt skotpróf í síðasta lagi sunnudaginn 30. júní og hætt við að mikið álag verði næstu daga á skotvöllum landsins. Alls hafa um 700 próf þegar verið tekin en áætlað er að taka þurfi um 700 próf í viðbót. Veiðimenn eru hvattir til þess að fara sem fyrst í skotprófið. ...
Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir að leiðsögumenn geti bætt við sig svæðum til leiðsagnar. ...
Um 900 veiðimenn eiga eftir að fara í skotpróf vegna hreindýraveiða en alls munu 1229 veiðimenn halda til veiða í haust. ...