Umhverfistofnun - Logo

Frétt

Umhverfisstofnun vill beina athygli veiði- og leiðsögumanna á auglýsingu frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu. Auglýsingin sem um ræðir er nr. 2014011337 í Lögbirtingablaðinu þann 7. júlí 2014 og breytir hún auglýsingu nr. 2014001255 um hreindýraveiðar árið 2014 frá 22. janúar síðast liðinn. Í nýju auglýsingunni er breyting á veiðisvæði 1 samkvæmt eftirfarandi lýsingu:

Svæði 1 -  Fjallahreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur, Sauðaneshreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð.