Umhverfistofnun - Logo

Frétt

Umhverfisstofnun vill minna hreindýraveiðimenn á að ljúka þarf tvennu fyrir næstu mánaðarmót. Annarsvegar þurfa þeir hreindýraveiðimenn sem eiga eftir að greiða lokagreiðsluna að ganga frá því fyrir mánaðamótin. Krafan er frá Ríkissjóðsinnheimtum og er í heimabanka viðkomandi veiðimanns. Samkvæmt reglugerð er síðasti mögulegi greiðsludagur lokagreiðslunnar 30. júní sem er næstkomandi mánudagur. Ekki er hægt að greiða 1.júlí. Bent er á að ekki er gott að treysta á greiðslur á síðasta degi. Finni menn ekki kröfuna ættu menn að hafa samband sem fyrst við Umhverfisstofnun.

Hins vegar þá þurfa þeir hreindýraveiðimenn sem hafa fengið úthlutað hreindýraleyfi og eiga eftir að taka skotpróf að ljúka því fyrir 1.júlí. Það eru fáir dagar til stefnu til að taka skotpróf sem nokkur hundruð veiðimanna eiga eftir að þreyta og þeim hefur verið send áminnig um það í tölvupósti.