Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Almennar fréttir og tilkynningar

Rannsóknir á hittni hreindýraveiðimanna

Norska veiðistjóraembættið hefur gert fjórar viðamiklar rannsóknir meðal veiðimanna sem ná yfir fimm ára tímabil. Niðurstöðurnar sýna að langt skotfæri, skot á dýr sem er á hreyfingu og skot á dýr sem snýr óheppilega að skyttunni eru mjög krefjandi. Niðurstöðurnar sýna ennfremur að beint samhengi er á milli veiðireynslu, æfingaskotafjölda og þess hvernig gengur á veiðum. Þeir sem hafa æft við fjölbreyttar aðstæður fella frekar en aðrir dýrið í fyrsta skoti. ...

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 25.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar nær dregur. ...

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi

Síðasti dagur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er 15. febrúar. ...

Skilavefurinn opnar

Opnað hefur verið fyrir skilavef fyrir veiðiskýrslur og umsókn um veiðikort. ...

Hreindýraveiðar: Kvóti og gjaldskrá

Umhverfissráðuneytið hefur gefið út hreindýrakvóta og ákvarðað gjaldskrá fyrir hreindýraveiðar. ...

Hreindýrakvóti 2012

Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. ...

Hreindýraarður 2011

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2011 hafa verið send út til kynningar í sveitarfélögum. Drögin munu liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 1. desember til 14. desember 2011 sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir. ...

Staðfestingargjald vegna hreindýraveiðileyfa

Síðasti mögulegi greiðsludagur staðfestingargjalds fyrir hreindýraveiðileyfi er fimmtudagurinn 31. mars. Ekki er hægt að greiða 1. apríl. ...

Staðfestingargjald - hreindýraleyfi

Búið er að senda út greiðsluseðla vegna staðfsestingargjalds til þeirra sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi. Einnig birtist krafan frá Umhverfisstofnuní heimabönkum viðkomandi. Það er hægt er að greiða seðilinn eða kröfuna beint í heimabanka. Ef geiðsla hefur ekki borist fyrir 1. apríl þá missir viðkomandi leyfið. ...

Útsending tölvupósta um niðurstöðu útdráttar!

Byrjað verður að senda út tölvupósta með niðurstöðu útdráttar á morgun sunnudag 27. feb. Það tekur einhvern tíma að senda út um 4000 tölvupósta þannig að ekki er víst að allir fái tölvupóst sinn fyrr en á mánudag.  Borið hefur á því að póstur frá Umhverfisstofnun sem sendur er í netföng skráð hjá gmail.com og hotmail.com fari sjálfkrafa í ruslpóst viðkomandi netfangs. Biðjum við menn að athuga þetta. ...