Umhverfistofnun - Logo

Almennar fréttir og tilkynningar

Umsóknarfrestur um veiðileyfi til hreindýraveiða er til 15.febrúar!

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011. Rafrænar umsóknir á skilavef veiðikorta og umsóknir í tölvupósti skulu berast fyrir kl. 24:00 og skriflegar umsóknir að hafa póststimpil 15.02.11 eða fyrr. ...

Verðskrá hreindýraveiðileyfa 2011.

Verðin eru þannig: Tarfar: sv. 1-2 kr. 135.000; Tarfar: sv. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 kr. 100.000; Kýr sv. 1-2. kr. 80.000; Kýr sv. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 kr. 55.000. ...

Skipting umsókna 2010 og 2009

Einhverjir virðast hafa áhuga á að vita hvernig umsóknir skiptust milli svæða og innbyrðis þeirra milli kúa og tarfa. Mun verða sett inn tafla á morgun, hér á hreindyr.is sem sýnir hvernig þetta var. Vona ég að hún nýtist mönnum sem vilja velta fyrir sér möguleikum þó erfitt sé að einblína á slíka hluti vegna mismunandi kvóta milli ára.   Taflan komin. ...

Veiðikvóti 2011.

Hér á eftir er tafla yfir auglýstan hreindýrakvóta ársins 2011. Einnig töflur yfir kvótann 2009 og 2010 ...

Hreindýrarður 2010

Umhverfisstofnun auglýsir Drög að úthlutun hreindýraarðs f. árið 2010 hafa verið send út til kynningar í sveitarfélögum. Munu þau liggja frammi á skifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 1. des til 14. des. 2010 sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir. Landeigendum og/eða ábúendum er bent á að senda inn skriflegar athugasemdir innan þess tíma svo að Umhverfisstofnun geti tekið afstöðu til þeirra og hægt sé að greiða arðinn út sem fyrst að fresti loknum. Skriflegar athugasemdir sendist til: Skrifstofa Umhverfisstofnunar Tjarnarbraut 39A Pósthólf 174, 700 Egilsstaðir Umhverfisstofnun ...

Þyngsti tarfurinn

Þyngsti hreintarfurinn sem felldur var á tímabilinu og borist hafa fréttir af var felldur á svæði 6 við Ódáðavötn þann 11. september. Vigtin á tarfinum var 133 kg. Veiðimaður var Jón Helgason og leiðsögumaður Jóhann Steindórsson. ...

Hreindýraveiðum lokið

Ekki náðist að klára kvótann á sv.æðum 1 og 2. Þar voru eftir óveidd tvö leyfi á kýr og eitt á tarf. Á svæði 3 var eitt leyfi fyrir kú óveitt. Eitt tarfaleyfi var eftir óveitt á svæði 8. Kvótinn náðist á svæðum 4, 5, 6 og 7. Stundum skila menn sér ekki til veiða og skila heldur ekki inn leyfinu til endurúthlutunar fyrr en það seint að ekki tekst að koma leyfinu út til annarra veiðimanna á biðlista. Á svæði 9 voru veiðar stöðvaðar snemma á veiðitíma og leyfishöfum stendur til boða endurgreiðsla leyfanna, þar voru ekki veidd átta tarfaleyfi og 29 leyfi á kýr. ...

Varðandi umsóknir 2006

Ath. þetta tengist ekkert umsóknum sem fara í gegnum skilavef UST (með lykilorðinu). Þær skila sér allar beint inn ef farið er eftir leiðbeiningum. Ekki verður hægt að sækja um hreindýraveiðileyfi hér á þessum vef frá og með deginum í dag 17. jan. Best er að sækja um á skilavef veiðistjórnunarsviðs UST enda eiga allir að hafa fengið sent lykilorð til að endurnýja veiðikort. ...

Staða biðraða 2010

Hér má sjá uppfærða stöðu biðraða þann 17. september 2010 ...

Þungur boli af sv 5.

Þessi fallegi tarfur var felldur á svæði 5 nánar tiltekið í Sandvík efst undir Skúmhetti. Hluta þurfti tarfinn niður og var hann borinn niður í bát í þremur hlutum. Var hann vigtaður á öðrum degi eftir veiði á löggiltri hafnarvog á Ísafirði mjög mikið snyrtur vegna dráttar og flutnings. Vigtin var þá 119,5 kg. 9 cm spiklag á hrygg og niður eftir síðum. Sennilega verið vel yfir 120 kg nýfelldur. Veiðimaðurinn er Valur Richter byssusmiður og leiðsögumaður hans var Einar Har. ...