Frétt

Enn er verið að úthluta veiðileyfum til þeirra sem næstir eru á biðlistum. Sendur er tölvupóstur til viðkomandi og ef engin viðbrögð fást við honum er reynt að ná í viðkomandi með því að hringja.

Þeir veiðimenn sem fá úthlutað verða að taka ákvörðun án mikils umhugsunarfrests og taka skotprófið í framhaldi af því. 76 leyfum var úthlutað nú þann 27.7. og mönnum sendur tölvupóstur um það.

Hægt er að fylgjast með stöðu biðlista á heimasíðunni undir flipanum biðlisti.