Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Samstarfshópur um endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul hefur hafið vinnu við áætlunina. Í samstarfshópnum eru fulltrúar frá Snæfellsbæ, Minjastofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands og Ferðamálasamtökum Snæfellsness auk Umhverfisstofnunar.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um, kynnast svæðinu og njóta. Þjóðgarðurinn er um 170 km2 að stærð en unnið er að stækkun hans.
Skrifstofa þjóðgarðsins er á Hellissandi en gestastofa á Malarrifi.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu 10 ára ásamt hlaupandi aðgerðaáætlun sem gildir til þriggja ára í senn.

Hér að neðan er að finna samráðsáætlun og verk- og tímaáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á víðtækt samráð, opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til þess að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Staða vinnunnar
Kynningartíma áætlunarinnar lauk um miðjan september og er nú unnið úr þeim athugasemdum sem bárust

Nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, gudbjorg@umhverfisstofnun.is, Jón Björnsson, jonb@umhverfisstofnun.is  og Hákon Ásgeirsson, hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengt efni:

Fundir samstarfshóps - fundargerðir:

Hagsmunaaðilar - fundargerðir

Áætlanir