Hálsar

Hálsar í Djúpavogshreppi voru friðlýstir sem búsvæði tjarnaklukku árið 2011.  Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands tjarnanna á Hálsum og styrkja verndun eina þekkta búsvæðis tjarnaklukku hér á landi ásamt öðru lífríki svæðisins.

Ennfremur er það markmið friðlýsingarinnar að tryggja möguleika á rannsóknum á lífríki svæðisins með áherslu á og búsvæði tjarnaklukku sem hefur verið lítt raskað en rannsókna- og fræðslugildi svæðisins er mikið.

Í tjörnunum á Hálsum er að finna allar þekktar vatnaklukkur landsins, en á svæðinu er fjölbreytt og gróskumikið lífríki.

Við ákvörðun friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979), sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993, samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeiró 1992), sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995, evrópska áætlun um verndun hryggleysingja sem unnin var á grundvelli Bernarsamningsins (Nature and environment No. 145) og 2010 markmið Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.