Náttúra norðursins

Alþjóðasamfélagið og þar með talin Norðurlöndin – hefur skuldbundið sig til að stöðva hnignun líffræðilegrar fjölbreytni fram til 2010. Þetta markmið hefur verið tekið inn í hina norrænu umhverfis-aðgerðaáætlun árin 2009-2012. Náttúra norðursins - horfur til 2010 er samnorrænt upplýsingaverkefni um líffræðilega fjölbreytni sem kostað er af Norrænu ráðherranefndinni. Öll Norðurlöndin taka þátt; Finnland, Sviþjóð, Danmörk, Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar. Aðalstöðvar verkefnisins eru í Finnsku Umhverfisstofnuninni SYKE í Helsinki. Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Kostnaðarstýrihópar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hafa umsjón með vinnu við verkefnið. Markmið verkefnisins er að upplýsa um málefni er varða vernd líffræðilegs fjölbreytileika og vekja athygli á ólíkum málum er varða þetta, sérstaklega með tilliti til 2010 markmiðanna. Þetta er gert með útgáfu samnorænna upplýsingablaða.