Stök frétt

Kristín Ósk Jónasdóttir, teymisstjóri í teymi náttúruverndar, í Búðinni á Hesteyri.

Umhverfisstofnun hefur tekið í notkun starfsaðsaðstöðu í gömlu Búðinni á Hesteyri. 

Haldið í upprunalegt útlit

Húsið var byggt árið 1928 og þjónaði tilgangi verslunar á meðan byggð var á svæðinu. Það er tvílyft timburhús, sem var skipt í verslun, lager, geymsluloft og litla skrifstofu verslunarstjóra. 

Í Búðinni er nú að finna heimili landvarða en þar er jafnframt opið fyrir almenning inn í verslunarhluta húsnæðisins. Þar er lögð áhersla á að upprunalegar innréttingar verslunarinnar fái að njóta sín. 

Í viðbyggingu við Búðina er svo að finna hreinlætisaðstöðu fyrir gesti Hesteyrar.  

 

Bætt aðstaða 

Með þessu húsnæði breyttist aðstaða Umhverfisstofnunar á Hesteyri stórkostlega. Fram að því að húsnæðið var tekið í notkun á síðasta ári hafði landvörðurinn búið í tjaldi á tjaldsvæðinu og eina hreinlætisaðstaðan sem stofnunin bauð upp á var þurrkamar við tjaldsvæðið. 

Allir velkomnir

Landverðir bjóða gestum og gangandi í heimsókn í Búðina til að skoða gömlu verslunina og til að nýta þá þjónustu sem þar er að finna. 

Ljósmyndir: Þórdís Björt Sigþórsdóttir / Umhverfisstofnun.