Stök frétt

Mynd: Katrín Sóley Bjarnadóttir

Alþjóðlegur dagur hafsins er í dag og höldum við þar með uppá eina okkar mikilvægustu auðlind. Hafið hefur lengi tekið hitann og þungann af áhrifum hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Hafið er stærsta kolefnisgeymsla plánetunnar sem gleypir einnig umfram hita og orku sem losnar frá vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda og hefur í dag tekið upp um 90% af þeim varma sem myndast hefur vegna aukinnar losunar. Þessar hitabreytingar hafa keðjuverkandi áhrif, þar á meðal bráðnun íss, hækkun yfirborð sjávar, súrnun sjávar og hitabylgjur.

Því er það hagur allra að vernda hafið og hér eru 5 ástæður fyrir því:

1. Hafið stjórnar loftslaginu og framleiðir um 50% súrefnis fyrir fólk og lífríki
2. Hafið er matarauðlind
3. Hafið veitir störf og lífsviðurværi
4. Hafið er tæki til efnahagsþróunar
5. Við þurfum heilbrigt haf til að lifa af

Nánari upplýsingar: https://unworldoceansday.org/