Stök frétt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur samþykkt nýja gjaldskrá fyrir Umhverfisstofnun. Gildistíminn er frá 1. mars 2023.

Í nýrri gjaldskrá er tekið mið af þróun verðlags og launa á síðustu árum en margir gjaldskrárliðir hafa ekki tekið breytingum um árabil. 

Skoða nýja gjaldskrá Umhverfisstofnunar.

Ný gjaldtaka 

Í gjaldskránni kveður á um nýja gjaldtöku fyrir eftirfarandi verkþætti: 

  • Skýrslur um starfsemisstig rekstraraðila skv. lögum um loftslagsmál.
  • Skýrslur um úrbætur fyrir rekstraraðila skv. lögum um loftslagsmál.
  • Skýrslur um úrbætur fyrir flugrekendur skv. lögum um loftslagsmál.
  • Umsókna um leyfi til framkvæmda.
  • Umsókn um starfsemi þar sem hætta er á að spillt verði friðlýstum náttúruminjum.
  • Umsókna vegna ómannaðra loftfara einstaklinga til einkanota á allt að tveimur friðlýstum svæðum.
  • Álagsgjald vegna umsókna sem berast innan tveggja virkra daga frá fyrirhuguðu verkefni vegna framkvæmda, athafna og viðburða innan friðlýstra svæða og vegna aksturs utan vega vegna kvikmyndagerðar

Breytt gjaldtaka

Gjaldtöku vegna eftirfarandi verkþátta hefur verið breytt:

  • Ferða- og uppihaldskostnaðar starfsmanna Umhverfisstofnunar. Orðalagi breytt til að ákvæðið taki til alls kostnaðar sem af hlýst við ferðalög starfsmanna Umhverfisstofnunar í tengslum við lögbundin verkefni s.s. eftirlit.
  • Starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
  • Leyfi fyrir notkun erfðabreyttra lífvera.
  • Gjald fyrir mengunareftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi: Auk breytinga á fyrirkomulagi gjaldtöku er nú gert ráð fyrir gjaldtöku vegna sýnatöku.
  • Námskeið og próf í kjölfar námskeiða í leiðsögn með hreindýraveiðum. Breyting á gjaldi vegna námskeiða og prófa sem byggir á rekstaráætlun Umhverfisstofnunar 2023.
  • Leyfisveitingar vegna CITES. Þrjár greinar sameinaðar í eina, engar efnislegar breytingar.