Helstu verkefni sérfræðingsins tengjast aðallega rekstri á umhverfismerkinu Svaninum. Í því felst m.a. ýmis konar kynning á Svaninum, meðferð umsókna, samskipti við leyfishafa og framkvæmd eftirlits. Sérfræðingurinn mun að einhverju marki taka þátt í norrænu samstarfi Svansins. Enn fremur skal starfsmaður taka þátt í störfum við samþættingu hollustuhátta á landsvísu sem og öðrum tengdum verkefnum.
Gerð er krafa um háskólapróf í umhverfisfræði. Önnur sambærileg menntun kemur einnig til greina. Þá krefst starfið að sá sem því sinni búi yfir samskiptahæfni og sé skipulagður í starfsháttum. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli er skilyrði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Rakel Jónsdóttur teymisstjóri í síma 591 2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Föst starfsaðstaða starfsmannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. ágúst 2013.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.