Stök frétt

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir árið 2003. Stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni.

Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 26. mars n.k., merkt "Umhverfisviðurkenning 2003", eða með tölvupósti á póstfangið postur@umhverfisraduneyti.is.