Beitarstýring

Beit getur ýmist haft neikvæð eða jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni, allt eftir tegund og fjölda búfjárins, eðli og framleiðni lífvistanna þar sem búféð er á beit, magni beitarinnar og árstíðabundnum skilyrðum.

Á Norðurlöndunum er hreindýra- og sauðfjárbeit algengust í náttúrulegum högum. Beit hefur að mörgu leyti áhrif á staðbundin vistkerfi. Heilu plöntusamfélögin geta mótast upp á nýtt og gróður orðið fyrir skaða eða þurrkast algjörlega út þar sem beit hefur verið mikil. Þetta eykur landrof og getur leitt til þess að jarðvegsþekja hverfi með öllu. Á hinn bóginn getur líffræðileg fjölbreytni notið góðs af hæfilegri beit, þar sem hún kemur í veg fyrir ofvöxt í högum. Norðurlöndin þurfa að tryggja að náttúrulegir hagar séu notaðir með sjálfbærum hætti þannig að líffræðileg fjölbreytni njóti ávinnings af því. Einnig verður að samþætta mismunandi afkomu og landnotkun.

Upplýsingablað um sjálfbæra beitarstýringu