Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir landeldi Samherja fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum af laxi og/eða bleikju á ári að Núpsmýri í Öxarfirði. Starfsleyfið byggir á skilyrðum á grundvelli reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998. Starfsleyfi Umhverfisstofnunar tekur á mengunarþætti eldisins og gerir ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun, eftirlit og mælingar á starfstíma.
Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar þann 26. nóvember 2018  og var frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. desember 2018. Tillagan var send til Matvælastofnunar, Skipulagsstofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Landsambands fiskeldisstöðva, Landsambands veiðifélaga og annarra. Tillagan var einnig send á sveitarfélagið Norðurþing þann 26. nóvember 2018 og óskað eftir því að hún yrði auglýst á heimasíðu og væri aðgengileg hjá sveitarstjórn. 
Áður en tillagan að starfsleyfinu var auglýst hafði heilbrigðisnefnd Norðausturlands verið gert viðvart um málið með tölvupóstum 26. apríl 2018. Jafnframt var kynnt álit Umhverfisstofnunar á áhrifum hugsanlegrar mengunar vegna eldisins sbr. gr. 8.3 í rg. nr. 785/1999.
Umhverfisstofnun bárust umsagnir frá fjórum aðilum á auglýsingatíma og er gerð grein fyrir þeim í greinargerð með starfsleyfinu í samræmi við 6.gr. rg. nr. 550/2018.
Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 31.janúar 2031.

Tengd skjöl:

Starfsleyfi Samherja fiskeldi ehf í Öxarfirði
Umsögn Landssambands veiðifélaga
Umsögn Orkustofnunar
Umsögn f.h. landeigenda að Núpsmýri
Umsögn Gunnars Einarssonar, Daðastöðum