Veiðifréttir

20. september 2022

Seinasti dagur hreindýraveiða þetta haustið. Tæplega 50 kýrleyfi eru svo í nóvemberveiðum á sv. 8 og 9 frá 1. nóv. - 20. nóv. Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Lindaflóa, Sigurgeir með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Þröng, Björgvin Már með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Búðatungum, Örn Þorsteins með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Bratthálsi, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Bratthálsi. Þá eru allir búnir að veiða í dag enda einstaklega gott veiðiveður og glansbjart og hlýtt. Veiðum þar með lokið. Alls veiddust 920 dýr. (sjá töflu um stöðu veiðia) Etirfarandi veiddist ekki.: Tarfar: Svæði 2: 15 tarfar, sv. 5: einn tarfur, sv. 7: þrír tarfar. sv. 8: einn tarfur. Kýr: Svæði 2: 33 kýr, sv.6: ein kýr, sv. 7: ein kýr. Skýring á svo háum hluta leyfa á svæði 2 sem ekki veiddist er sú að lítið fannst af dýrum á svæðinu. ( sjá frétt á heimasíðu) ...

19. september 2022

Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Sænautavatn, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv 1, fellt við Veturhús. ...

18. september 2022

Siggi Aðalsteins með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Mælifellsá, 150-200 dýra hjörð, Alli í Klausturseli með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt við Ytri Sauðá, lítil hjörð 25 dýr, Ívar Karl með þrjá að veiða kýr á sv. 4, fellt sunnan við Sauðfell, Bergur með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Hraundal-héraðsmegin, Dagbjartur með einn að veiða kú á sv. 5, fellt á Svínadal, Björgvin Már með einn að veiða kú á sv. 6, fellt við Eyri í Fáskrúðsfirði, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7, fellt Flugustaðadal, Albert með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Flugustaðadal. ...

17. september 2022

Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Fjárhól, Agnar Eiríks með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Fjárhól, Benni Óla með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Fjárhól, Bergur með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Flatarheiði, Örn Þorsteins með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Brúnavík, Jón Egill með þrjá að veiða kýr á sv. 3, fellt í Hrafnadal og á Þrándarhrygg, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt í Tungufelli Árni Björn með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Lönguhlíð, Jónas Hafþór með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Fleinsdal, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Vesturbót og Bratthálsi, Gunnar Bragi með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Frosti með einn að veiða kú á sv. 7, fell Leirdal, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 6, fellt við Líkárvötn, Albert með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Djúpadal, Jón Magnús með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Lönguhlíð. Siggi á Borg með einn að veiða kú á sv. 9, fellt á Heinabergsdal. ...

16. september 2022

Ekki verða felldir fleiri tarfar þetta árið. Siggi Aðalsteins. með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt á Sauðárdal, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Fífuleiruvatn, Jón Egill með þrjá að veiða kýr á sv. 3, bætir einum við, fellt í Borgarfiði, Sigurgeir með þrjá að veiða kýr á sv. 5, fellt á Tungudal og á Slenjufjalli, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 5, fellt á Slenjufjalli, bætir þremur við að veiða kýr á sv. 5, fellt á Eskifjarðarheiði, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Lónsheiði, Siggi Einars með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Siggi á Borg með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Lónsheiði, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt undir Flötufjöllum. ...

15. september 2022

Seinasti dagur tarfaveiða. Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Hofsárdal við Fríðuá, bætir örðum við með kú á 1, fellt á Kollseyrudal við Fjárhól, Jón Hávarður með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt í Eystri - Fjallgarði, Dagbjartur með einn að veiða kú á sv. 3, fellt undir Grjótfjalli, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Hraundal - Héraðsmegin. Bætir öðrum við með kú á sv. 3, fellt neðan við Hraundal, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt í Sandvík, Örn Þorsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 5, annar felldur innst í Þverárdal. Frosti með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt við Hornbrynju, Jón Magnús með einn að veiða kú á sv. 7, fellt við Bótarvatn, bætir öðrum við að veiða kú á sv. 7, fellt í Vesturbót, Eiður Gísli með þrjá að veiða kýr sv. 7, fellt á Hvannavöllum, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Starmýrardal, Albert með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Hofsdal, Siggi á Borg með einn að veiða kú á sv. 9. fellt í Heinabergsdal. ...

14. september 2022

Siggi Aðalsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 1, fellt í Sýslumannshæð, 30 tarfa hópur kominn úr Kringilsárrana. Tarfaveiðum lokið á sv. 1, Dagbjartur með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Skálanesbót, 100 dýra hjörð, sá aðra minni. Örn Þorsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 5, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt í Sandvík, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt sunnan í Hornbrynju, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt í Geithellnadal, þar voru þrír blandaðir hópar, fer aftur með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Melrakkanesfjalli, Jón Magnús með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt Hvannavöllum í Geithellnadal, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 8, fellt á Lónsheiði, Albert með einn að veiða kú á sv. 8. fellt við Össurárdal ...

13. september 2022

Siggi Aðalsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 1, einn felldur við Sænautasel, Alli í Klausturseli með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Fríðufelli, Einar Eiríks með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt Háreksstaðaheiði, Jón Hávarður með einn að veiða kú á sv. 1, fellt utan við Langhólmavatn, Agnar Eiríks með einn að veiða kú á sv. 1, fellt Háreksstaðaheiði, Hafliði Hjarðar með einn að veiða kú á sv. 1, Tóti Borgars með einn að veiða kú á sv. 5, Dagbjartur með einn að veiða kú á sv. 5, Sævar með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt í Fannadal, Palli Leifs með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt í Fannadal, Örn Þorsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 5, Óðinn Logi með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Stöðvarskarði, Björgvin Már með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt í Fáskrúðsfirði, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Bratthálsi, Frosti með einn að veiða tarf á sv. 6,fellt við Ódáðavötn, Alli Bróa með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 7, fellt við Líkárvötn, Gummi á Þvottá með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Gunnar Bragi með tvo að veiða tarfa á sv. 8, fellt í Hvaldal. ...

12. september 2022

Það er að glaðna til, besta veður til hreindýraveiða. Tarfatímabilið er að styttast í annan endann. Siggi Aðalsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 1, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Hellisöxl, Jón Egill með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt Grjótfjalli, Ívar Karl með einn að veiða tarf á sv. 3, bætti örðum við að veiða tarf, fellt Mjóadal og í Njarðvík, Tarfaveiðum lokið á sv. 3, Tóti Borgars með einn að veiða kú á sv. 4, Stebbi Kristmanns með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 3, tarfur felldur í Gilsárdal og kýr í Njarðvík, Óðinn Logi með einn að veiða tarf á sv 6, fellt ofan við Eyri, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv. 7 og annan að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Guðmundur Valur með þrjá að veiða kýr á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Árni Björn með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt Fossárfelli, Gummi á Þvottá með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Hestabotnum, Alli Bróa með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt Fossárfelli, Örn Þorsteins með tvo að veiða kýr á sv. 7, Stefán Magg. með einn að veiða kú á sv. 7, fellt Fossárfelli, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7 og annan á 8. fellt í Starmýrardal bætti einum við með kýr, fellt á Lónsheiði. Siggi á Borg með einn að veiða tarf á sv. 9, fellt í Heinabergsöldum - tarfaveiðum þá lokið á sv. 9. ...

11. september 2022

Enn og aftur virðast veðurguðirnir að verða hliðhollir hreindýraveiðimönnum, veðurspáin fyrir næstu viku er góð, gæti orðið bjart á öllum veiðisvæðum. Tarfaveiðum lokið á einu veiðisvæði - sv. 4. Menn bíða með að skrá sig á veiðar þar til þeir sjá hvernig verðrið verður. Ólafur Gauti með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Tröllagilsdragi, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Loðmundarf. Jón Egill með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Suðurfjalli í Loðmundarfirði, Sigurgeir með tvo að veiða kýr og einn að veiða tarf á sv. 5, ein kýr og tarfur felld í Ófeigsdal, Frosti með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt í Ófeigsdal, Óðinn Logi með einn að veiða kú á sv. 6, fellt ofan við Vík í Fáskrúðsfirði, 40-50 dýr blandað, Jónas Bjarki með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt á Breiðumýri. Eiður Gísli með tvo að veiða tarfa á sv. 6, og einn að veiða tarf á sv. 7, fellt Vínárnesi, bætti einum tarfi við á sv. 6 fellt í Flöguskarði, Guðmundur Valur með einn að veiða tarf á sv 7, fellt í Vínárnesi, Árni Björn með tvo að veiða kýr á sv. 7, Gunnar Bragi með þrjá að veiða kýr á sv. 7, tvær felldar í Múladal, Guðmundur á Þvottá með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Lónsheiði, Skúli Ben með tvo að veiða tarfa á sv. 9, fellt á Haukadalsheiði, Siggi á Borg með einn að veiða tarf á sv. 9, fell í Heinabergsöldum. ...