Um rjúpu

Ljósmyndari: Jóhann Óli Hilmarsson

Fræðiheiti: Lagopus muta

Nytjar: Matbráð

Eggjataka: Ekki hefð fyrir eggjatöku

Válisti Náttúrufræðistofnunar: NT - Tegundir í yfirvofandi hættu

Heimslisti: LC - Least Concern

Rjúpa er hænsnafugl (Galliformes) af undirætt orrafugla (Tetraoninae) og er útbreiddur varpfugl um land allt. Hún verpir að mestu á láglendi í móum og graslendi en í september heldur hún til fjalla þar til tekur að snjóa á láglendi. Þá færir hún sig aftur neðar og heldur sig fyrir ofan snjólínu. 

Rjúpan er jurtaæta og étur laufblöð, blóm, ber, fræ, æxlilauka, rekla, brum og sprota. Rjúpur verða kynþroska ársgamlar, frjósemi er mikil og hver kvenfugl verpir að jafnaði 11–12 eggjum. Afföll eru hins vegar hröð og hjá fyrsta árs fuglum eru þau 80–90% og 40–80% hjá eldri fuglum. Til lengri tíma hefur rjúpnastofninum hrakað, en veiði hefur þó minnkað síðan rjúpan var friðuð á árunum 2003 og 2004.  

Rjúpan er vinsælasta veiðibráð á Íslandi og hefur verið nýtt allt frá landsnámi. Rjúpnaveiðar eru hluti af menningu þjóðarinnar, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik og ilmurinn af henni eru ómissandi hluti jólahátíðarinnar hjá mörgum Íslendingum.

Meira um rjúpu á vef Náttúrufræðistofnunar