Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og gilda til 2030. Markmiðin eru metnaðarfull og eiga þau öll sameiginlegt að stefna að sameiginlegri velferð mannkyns og náttúru ásamt því að þarfnast samstarfs ólíkra hagsmunaaðila ef þau eiga að nást.

Hagur komandi kynslóða er hafður að leiðarljósi í allri starfsemi Umhverfisstofnunar en gildi stofnunarinnar eru framsýni, samstarf og árangur. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tengjast náið grunnstarfsemi stofnunarinnar og er því ekki langt að sækja vilja og áhuga starfsfólks til að leggja lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar á Íslandi og víðar.

Heimsmarkmiðin sautján spila stórt hlutverk í markmiðasetningu okkar, en Umhverfisstofnun hefur horft sérstaklega til sex markmiða þar sem reynsla og sérfræðiþekking stofnunarinnar getur komið af góðum notum. Eftirfarandi markmið og undirmarkmið verða í forgrunni í starfi Umhverfisstofnunnar á komandi árum:

 

Sjálfbær orka Markmið 7 – Sjálfbær orka

Undirmarkmið:

  • 7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega.
  • 7.3 Eigi síðar en árið 2030 verði orkunýting orðin helmingi betri.

Helstu áskoranir Íslands:

  • Auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa með orkuskiptum í lofti, láði og legi

Góð atvinna og hagvöxturMarkmið 8 - Góð atvinna og hagvöxtur

Undirmarkmið:

  • 8.4 Fram til ársins 2030 verði nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt jafnt og þétt og leitast við að draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna í samræmi við tíu ára rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, með hátekjuríkin í fararbroddi.

Helstu áskoranir Íslands:

  • Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag

Sjálfbærar borgir og samfélögMarkmið 11 - Sjálfbærar borgir og samfélög

Undirmarkmið:

  • 11.6 Eigi síðar en árið 2030 verði dregið úr skaðlegum umhverfisáhrifum í borgum, meðal annars með því að bæta loftgæði og meðhöndlun úrgangs.

Helstu áskoranir Íslands:

  • Sjálfbær borgarþróun sem tryggir viðunandi búsetuaðstæður

Ábyrg neysla og framleiðslaMarkmið 12 - Ábyrg neysla og framleiðsla

Undirmarkmið:

  • 12.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru.
  • 12.4 Eigi síðar en árið 2020 verði meðferð efna og efnablandna umhverfisvænni á öllum stigum, sem og meðhöndlun úrgangs með slíkum spilliefnum, í samræmi við alþjóðlegar rammaáætlanir sem samþykktar hafa verið. Dregið verði verulega úr losun efna og efnablandna út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg í því skyni að lágmarka skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið.
  • 12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.
  • 12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.
  • 12.7 Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun.
  • 12.8 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna.

Helstu áskoranir Íslands:

  • Minnka neyslu, draga úr matarsóun og minnka þar með vistspor Íslendinga
  • Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar

Aðgerðir í loftslagsmálumMarkmið 13 - Aðgerðir í loftslagsmálum

Undirmarkmið:

  • 13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.
  • 13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.
  • 13.3 Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum.

Helstu áskoranir Íslands:

  • Hækkun hitastigs og áhrif á gróðurfar og lífríki
  • Súrnun sjávar og áhrif á lífríki í hafi
  • Hækkandi sjávarstaða

Samvinna um markmiðinMarkmið 17 - Samvinna um markmiðin

Undirmarkmið:

  • 17.17 Hvetja til skilvirkra samstarfsverkefna hjá hinu opinbera, milli opinbera geirans og einkaaðila og á meðal borgaranna og styðja við slík verkefni. Við framkvæmd þeirra verði byggt á reynslu af samstarfsverkefnum almennt og útsjónarsemi höfð í fyrirrúmi.

 

Sjá einnig: heimsmarkmidin.is

Síður flokkaðar eftir markmiðum

Sjálfbær orka Góð atvinna og hagvöxtur Nýsköpun og uppbygging Sjálfbærar borgir og samfélög Ábyrg neysla og framleiðsla Aðgerðir í loftslagsmálum Líf í vatni Líf á landi Samvinna um markmiðin