Drangar á Ströndum

Mynd: Gunnar Guðjónsson
Mynd: Gunnar Guðjónsson

Þann 26. nóvember 2021 undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auglýsingu um friðlýsingu Dranga á Ströndum. Jörðin Drangar er þar með fyrsta landssvæðið á Íslandi til að verða friðlýst sem óbyggt víðerni, sbr. 46. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd (nvl.).  

Umrætt svæði liggur austan Drangajökuls og er hluti af víðáttumiklu samfelldu óbyggðu víðerni á Vestfjörðum. Verndargildi svæðisins er mjög hátt á bæði íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða og felst fyrst og fremst í víðerni, tilkomumiklu landslagi og náttúruupplifun.  

Svæðið er 105 km2 að stærð, þar af eru 9 km2 í hafi.

Friðlýsing Dranga á Ströndum var gerð að frumkvæði landeiganda og gerð í minningu hjónanna Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar er voru síðustu bændur á Dröngum.  

 

Mynd: Kristín Ósk Jónasdóttir
Drangaskörð og Drangar - Mynd Kristín Ósk Jónasdóttir

Markmið friðlýsingarinnar 
 Markmiðið með friðlýsingunni er að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni þar sem náttúran fær að þróast á eigin forsendum, varðveita og viðhalda óvenjulegu, mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi sem og víðsýni. Friðlýsingunni er einnig ætlað að tryggja vernd jarðminja, vistkerfa og lífríki þeirra innan svæðisins. Þá miðar friðlýsingin að því að tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið, í kyrrð og ró, einstakrar náttúru þar sem náttúrulegir ferlar eru ríkjandi og beinna ummerkja mannsins gætir lítið eða ekkert. 

Önnur tengd skjöl:

Mynd: Kristín Ósk Jónasdóttir
Drangaskörð og Drangar - Mynd Kristín Ósk Jónasdóttir

Mynd: Kristín Ósk JónasdóttirDrangaskörð séð frá Drangavík - Mynd: Kristín Ósk Jónasdóttir