Þjórsárver

Sjáðu þrívíddarkort af svæðinu

Þjórsárver eru einstakar gróðurvinjar á miðhálendi Íslands, afmarkaðar af jöklum og eyðisöndum á alla kanta. Verin voru fyrst friðlýst sem friðland árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Friðlýsta svæðið er í dag 1.563 ferkílómetrar að stærð og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild sinni og nágreni.

Markmið friðlýsingar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins.